Dæmdur í sex ár fyrir margendurtekin og alvarleg kynferðisbrot gegn barnungum systrum

Myndin er sviðsett.
Myndin er sviðsett.
Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Robert Czarny var dæmdur í sex ára fangelsi í Hæstarétti í gær fyrir alvarleg margendurtekin kynferðisbrot gegn ungum systrum sem stóðu yfir í langan tíma er hann dvaldi á heimili þeirra. Önnur stúlkan var átta ára þegar Robert braut fyrst gegn henni, í ársbyrjun 2008, og áttu brotin sér reglulega stað til ársins 2012. Brotin gegn hinni stúlkunni hófust árið 2008, er hún var tólf ára, og stóðu fram á til ársins 2010.

Maðurinn var talinn hafa nýtt sér aðstöðumun sinn og trúnaðartraust brotaþolanna og hann ekki talinn eiga sér málsbætur. Hæstiréttur þyngdi dóm Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp hinn 8. maí síðastliðinn, úr fjórum árum í sex ár. Manninum er gert að greiða brotuþola 3,5 milljónir króna, hvorum um sig, í skaðabætur.

Óeðlilega upptekinn af kynþroska þeirra

Meðal málsgagna var mat sálfræðings á hugarástandi Roberts. Í því tók sálfræðingurinn fram „sérstök viðhorf og hugsanir“ hans til brotaþola. Hann sé „óeðlilega upptekinn af kynþroska þeirra og sérstaklega kynferðishegðun en einnig blæðingum.“

„[Hann] vilji ítrekað ræða blæðingar stúlknanna og virðist mjög upptekinn af þeim, meira en aðstæður gefi tilefni til. Hann viti hvenær þær hafi byrjað að fá blæðingar, hvenær þær hafi verið á blæðingum og virðist hafa fylgst náið með þessu. Hann sé einnig mjög upptekinn af kynhegðun þeirra, telji þær hafa byrjað að stunda kynlíf mjög ungar og hafi í raun verið að ögra honum kynferðislega. “

Sálfræðingurinn vakti einnig athygli á ranghugmyndum Roberts, en hann telji að stúlkurnar hafi „báðar verið ástfangnar af honum og verið afbrýðissamar væri hann með annarri konu“. Robert neitar að vera haldinn barnagirnd en sálfræðingurinn telur flest benda til þess að hann hafi kynferðislegan áhuga á stúlkubörnum.

Tengt: Misnotaðar um árabil: Síminn eina öryggið gegn honum

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.