Brjálað veður á Hellisheiði

Ekkert ferðaveður er á Hellisheiði, þar er fastur vindur 19 metrar á sekúndu, en vindhviðurnar fara upp í 26 metra á sekúndu. Á vefmyndavél Vegagerðarinnar sést glögglega að skyggni þar er lítið sem ekkert. Slæmt veður er einnig í Þrengslum og bæði snjókoma og slydda þar og á Hellisheiðinni.

Þá eru hálkublettir á Hellisheiði, Þrengslum og mjög víða í uppsveitum Árnessýslu að sögn Vegagerðarinnar. Í morgun hafa þrír bílar farið útaf vegi í Þrengslum og tveir á Hellisheiði fyrir ofan Kamba. Enginn meiðsl urðu á fólki.

Vefmyndavél Vegagerðarinnar fyrir Suðvesturland

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.