Sjáðu myndbandið af Þráni Steinssyni sem allir eru að tala um

Þráinn datt í draumalandið í Bítinu.
ZzzZZzz! Þráinn datt í draumalandið í Bítinu.

Þráinn Steinsson, útvarps- og tæknimaður á Bylgjunni, vaknaði upp við vondan draum í gærmorgun. Myndband af því þegar Þráinn vaknar í hljóðveri Bylgjunnar hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum og það ekki að ástæðulausu.

Eins og nafnið gefur til kynna byrja þættir Bítisins snemma á morgnana. Eitthvað virðist Þráinn hafa verið þreyttur, eða bara afslappaður, sem varð til þess að hann dottaði.

Þráinn hrökk síðan í kút þegar hann áttaði sig á því að hann átti að lesa veðurfréttirnar og er óhætt að segja að félögum hans á Bylgjunni hafi verið skemmt þegar þeir sáu viðbrögðin.

Myndband af þessu má sjá hér að neðan en það birtist fyrst á Facebook-síðu Bítisins.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.