Hryllingur í bústað Sigurðar

Umdeilt sumarhús Sigurðar er vettvangur ódæðis í sjónvarpsþáttunum Black Mirror.
Sigurður Einarsson Umdeilt sumarhús Sigurðar er vettvangur ódæðis í sjónvarpsþáttunum Black Mirror.

Einn þáttur í nýjustu þáttaröð Black Mirror sem sýndir eru á Netflix gerist allur á Íslandi, líkt og hefur komið fram. Þáttunum mætti lýsa sem dystópískum framtíðarhryllingi og er ljóst af þættinum sem gerist á Íslandi að framtíð landsins er ekki björt, allir tala ensku og Ráðhúsið er orðið hótel.

Athygli vekur að morðkvendið sem þátturinn fjallar um virðist búa í sumarbústaði Sigurðar Einarssonar, fyrrverandi stjórnarformanns Kaupþings. Húsið, Veiðilækur, er eitt dýrasta sumarhús landsins en markaðsvirði þess er á milli 400 og 500 milljónir.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.