Karen mætir fordómum fyrir að vilja ekki eiga börn

Karen er 25 ára og vill ekki verða móðir í framtíðinni - Frjósemi íslenskra kvenna aldrei minni

„Við erum ekki öll gerð fyrir sömu hlutverk í lífinu, og það á við um öll hlutverk, líka foreldrahlutverkið,“ segir Karen Guðnadóttir, 25 ára, sem hefur kosið að sneiða hjá barneignum. Hún hefur fengið mismunandi viðbrögð við ákvörðun sinni og bendir á að enn í dag sé litið á móðurhlutverkið sem fyrsta og síðasta hlutverk kvenna í lífinu. Raunveruleikinn sé hins vegar sá að það sama henti ekki öllum og því eigi hver og einn rétt á að lifa lífinu á sínum forsendum. Bendir hún á að þrátt fyrir að jafnréttisbaráttan sé komin eins langt og raun ber vitni þá sé umræðan ennþá afar stöðnuð þegar kemur að konum og móðurhlutverkinu.

Hlutfall vestrænna kvenna sem kjósa að eignast ekki börn hefur farið síhækkandi undanfarin ár. Þannig hafa fjölmargar þekktar konur í Hollywood á borð við Jennifer Aniston, Cameron Diaz, Oprah Winfrey og Helen Mirren stigið fram opinberlega og sagt frá ákvörðun sinni um að hafna móðurhlutverkinu.

Sem dæmi má nefna að í Bandaríkjunum hefur hlutfall barnlausra kvenna farið úr 1 af hverjum 10 upp í 1 af hverjum 5 síðan árið 1970. Á Ítalíu er talið að fjórðungur kvenna hafni barneignum. Þá hefur fæðingatíðni í Danmörku hrapað svo mjög að ferðaskrifstofur hafa hrundið af stað auglýsingaherferðinni „Do it for Denmark“ þar sem barnlausum pörum er boðinn sérstakur afsláttur á hótelum og gistiheimilum með það að markmiði að þau muni geta þar barn.

Viltu lesa meira? Þú getur strax lesið þessa grein og aðrar í heild sinni hér á DV.is með því að ýta á „Sjá meira“ og nýta þér hagstæða áskriftartilboð frá aðeins 928 kr. á mánuði.
Sjá meira »
Gleymt lykilorð?
Auglýsing

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.