Lostinn logar í Landanum

Dvelur nú í Ástralíu ásamt ástmanni sínum, Vilhjálmi Siggeirssyni. Þau hafa starfað saman við gerð Landans.
Edda Sif Pálsdóttir Dvelur nú í Ástralíu ásamt ástmanni sínum, Vilhjálmi Siggeirssyni. Þau hafa starfað saman við gerð Landans.
Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Sjónvarpskonan Edda Sif Pálsdóttir hefur staðið vaktina í Landanum undanfarna vetur en eins og nafnið gefur til kynna kallar starfið á ferðalög vítt og breitt um landið. Nýlega opinberaði Edda Sif ástarsamband sitt við Vilhjálm Siggeirsson, sem starfað hefur sem kvikmyndatökumaður þáttanna. Parið ákvað að flýja yfirþyrmandi skammdegið á Íslandi í byrjun árs og það alla leið til Ástralíu. Þar eru nú kjöraðstæður til þessa að kynda undir ástareldum því gríðarleg hitabylgja geisar þar ytra. Hitinn hefur farið yfir 40 gráður víða um landið. Edda Sif hefur verið dugleg að birta myndir úr ferðinni á Instagram-síðu sinni en notandanafn hennar er eddasifpals.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.