Salka Sól verður Ronja

Mun bregða sér í hlutverk Ronju Ræningjadóttur í Þjóðleikhúsinu í haust
Salka Sól Eyfeld Mun bregða sér í hlutverk Ronju Ræningjadóttur í Þjóðleikhúsinu í haust
Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Næsta haust mun Þjóðleikhúsið setja á svið leikritið um Ronju ræningjadóttur eftir Astrid Lindgren. Um tólf ár eru síðan leikritið var sett á svið í Borgarleikhúsinu en þá fór Arnbjörg Hlíf Valsdóttir með hlutverk Ronju. Heimildir DV herma að fjöllistakonan Salka Sól Eyfeld muni fara með hlutverk Ronju í hinni nýju uppfærslu. Þá verður Selma Björnsdóttir leikstjóri verksins. Ljóst er að kokteillinn Selma, Salka og urmull af rassálfum getur ekki orðið annað en meistaraverk.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.