Hafa ferðast um allan heim, Ísland meðtalið

Verja núna mánuði í Disney World

Falleg fjölskylda á heimsferðalagi.
Ferðast um heiminn Falleg fjölskylda á heimsferðalagi.

Gee-fjölskyldan, sem er þekkt á meðal fylgjenda sinna á samfélagsmiðlum sem „The Bucket List Family,“ seldi allar veraldlegar eigur sínar fyrir tveimur árum og hefur síðan ferðast um allan heim.

Á tveimur árum hafa þau heimsótt 45 lönd, Ísland þar á meðal, en þau voru hér um miðjan júlí, flogið 150 flugferðir og upplifað einstök ævintýri og gefið af sér til mannúðarmála.

Það sem upphaflega hófst sem ævintýralegt ferðalag um heiminn hefur þróast yfir í mannúðarstarf og þátttöku í góðgerðamálum, þar sem fjölskyldan hefur átt þess kost. Foreldrarnir gerðust sjálfboðaliðar sem kennarar á Balí, tóku þátt í að safna fötum og skóm fyrir munaðarlaus börn og hafa gefið blindum kost á leiseraugnaðgerð, svo fátt eitt sé nefnt.

Gee-fjölskyldan lætur ævintýri rætast og gefur af sér á sama tíma.
Ævintýrafjölskylda Gee-fjölskyldan lætur ævintýri rætast og gefur af sér á sama tíma.

Fjölskyldan er efnuð; faðirinn seldi símasmáforrit til Snapchat árið 2016 fyrir 54 milljónir dollara eða um sex milljarða íslenskra króna. Ákváðu þau hjónin, Garrett og Jessica, að ávaxta peningana, selja eigur sínar og nota vextina til að merkja við ævintýrin á „fötulistanum“ með börnunum sínum, Dorothy, fjögurra ára, og Manilla, tveggja ára.
Og næsta ævintýri er draumur allra barna, stórra sem smárra, Disney World. Þar ætlar fjölskyldan að verja heilum mánuði. Þar hyggjast þau prófa allt sem skemmtigarðurinn hefur upp á að bjóða: fjóra þemagarða, tvo vatnsskemmtigarða, heilsa upp á yfir 70 þúsund starfsmenn og gista á nýju hóteli hverja nótt.

Fylgjast má með ævintýrum og ferðalagi fjölskyldunnar á heimasíðu þeirra, Instagram og Youtube, en fjölskyldan setur inn ný myndbönd þar alla sunnudaga.

Fjölskyldan var á Íslandi í júlí og heimsótti að sjálfsögðu lónið, eins og flestir aðrir ferðamenn.
Í Bláa lóninu Fjölskyldan var á Íslandi í júlí og heimsótti að sjálfsögðu lónið, eins og flestir aðrir ferðamenn.

Bústaðurinn sem leigður var á Airbnb.
Íslensk náttúra Bústaðurinn sem leigður var á Airbnb.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.