Tekst á við nýtt ævintýri

„Ég hef aldrei hugsað langt fram í tímann.“
Lifir í núinu „Ég hef aldrei hugsað langt fram í tímann.“
Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Þórarinn Tyrfingsson fagnar sjötugsafmæli sínu laugardaginn 20. maí. Um leið lætur hann af störfum yfirlæknis á Vogi en starfinu hefur hann gegnt frá árinu 1984. Kolbrún Bergþórsdóttir hitti Þórarin og forvitnaðist um lífshlaupið og starfið sem hefur átt hug hans allan í áratugi.

Þórarinn er fyrst spurður hvort hann sé að setjast í helgan stein. „Ég veit ekki hversu helgur steinninn verður. Þegar ég geng út úr skrifstofu minni á Vogi tekur eflaust við nýtt ævintýri,“ segir hann. „Ég hef aldrei hugsað langt fram í tímann. Ég veit ekki af hverju það er. Ég lifi í núinu og nýt stundarinnar.“

Áttu þér áhugamál sem þú hefur nú meiri tíma til að sinna en áður?

„Ég átti og á mörg áhugamál. Sem ungur maður hafði ég mikinn áhuga á ljósmyndun og ég á góða myndavél. Ég hef alltaf haft áhuga á íþróttum, var mikill íþróttamaður á yngri árum og lifði fyrir íþróttirnar. Ég var kominn í efstu deild í handbolta árið 1964, þá sextán ára.

Ég er enn að hlaupa og rækta líkamann. Veiðar voru áhugamál, ég var með grimmari laxveiðimönnum landsins, hnýtti flugur og gerði allar kúnstir. Ég hef lagt það áhugamál nokkuð til hliðar, mér finnst það of dýrt. Það sem ég hef aðallega gert í frítímanum á seinni árum er að ferðast og hvílast og vera með konu minni og fjölskyldu. Við Hildur, kona mín, gengum í hjónaband árið 1969. Ég á sjö börn, þar af eigum við Hildur fimm saman, og barnabörnin eru átján. Ég er mjög ríkur.

Viltu lesa meira? Þú getur strax lesið þessa grein og aðrar í heild sinni hér á DV.is með því að ýta á „Sjá meira“ og nýta þér hagstæða áskriftartilboð frá aðeins 928 kr. á mánuði.
Sjá meira »
Gleymt lykilorð?
Auglýsing

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.