„Skal éta sokkinn í rólegheitum“

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Sparkspekingurinn Hjörvar Hafliðason skaut föstum skotum að Garðari Gunnlaugssyni, framherja Skagamanna, í Pepsi-mörkunum á mánudagskvöld.

Hjörvar lét að því liggja að Garðar legði ekki nægjanlega mikið á sig í leikjum Skagaliðsins og hlypi ekki nógu mikið. Garðar svaraði þessari gagnrýni í bikarleik gegn Fram á miðvikudag þar sem kappinn skoraði þrjú mörk, þar á meðal jöfnunarmark Skagamanna í uppbótatíma í mögnuðum 4-3 sigri. Ólafur Valur Valdimarsson skoraði svo sigurmarkið í blálokin.

Garðar sagði á Twitter eftir leik, og beindi orðum sínum til Hjörvars: „Menn vilja meina að ég sé með mark fyrir hverja 15 metra sem ég hleyp.“ Hjörvar svaraði að bragði: „Vel gert! Skal éta sokkinn í rólegheitum.“ Garðar þakkaði Hjörvari svo fyrir gagnrýnina og sagðist hafa svarað henni þar sem á að svara – inni á vellinum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.