Chris Cornell látinn, 52 ára að aldri

Lést á tónleikaferðalagi í Detroit

Var 52 ára gamall.
Chris Cornell Var 52 ára gamall.
Mynd: 2013 Getty Images

Bandaríski tónlistarmaðurinn Chris Cornell, sem sló í gegn í hljómsveitunum Soundgarden og síðar Audioslave, er látinn, 52 ára að aldri. Þetta tilkynnti talsmaður tónlistarmannsins í morgun.

Cornell, sem fæddist í Seattle 20. júlí 1964, hafði verið á tónleikaferðalagi og var hann staddur í Detroit þegar hann lést. Hann hafði ekki átt við veikindi að stríða svo vitað sé. Dánarorsök er ókunn. Hann hélt tónleika hér á landi á síðasta ári.

Cornell sló sem fyrr segir í gegn með hljómsveit sinni Soundgarden sem gaf út fjölmörg lög sem slógu í gegn, þar á meðal Black Hole Sun og Fell on Black Days svo tvö séu nefnd. Síðar vakti hann mikla athygli í hljómsveitinni Audioslave. Þá var Cornell tilnefndur til fjölda verðlauna á ferli sínum, meðal annars til Golden Globe og Grammy-verðlauna.

Cornell lét málefni þeirra sem minna mega sín varða, en ásamt eiginkonu sinni stofnaði hann Cornell-sjóðinn sem styður börn sem alast hafa upp í fátækt og ofbeldi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.