Sölvi verst „drasl-birtu“

Fjölmiðlamaðurinn Sölvi Tryggvason hefur nú gripið til þess ráð að ganga um með sérhönnuð gleraugu til að verjast að hans sögn „draslbirtunni“ sem er alls staðar í nútímanum. Í færslu sem Sölvi birti á Facebook-síðu sinni segir að óþarfi sé að fólki bregði þótt það sjái hann skarta „súperman“-gleraugum á næstunni.

„Þessi eru sérhönnuð til að blokkera drasl-birtuna sem er alls staðar í nútímanum. Fyrir ADHD dúdda eins og mig þarf að nota öll tiltæk verkfæri til að halda melatónín- og dópamínframleiðslunni í jafnvægi. Eftir talsverða rannsóknarvinnu er ég nokkuð sannfærður um að „Junk-light“ verður eftir einhver ár litið svipuðum augum og „junk-food“. Oft þarf að snúa því sem okkur var kennt í 180 gráður til að komast að réttri niðurstöðu. Bubbi Morthens er sennilega búinn að vera langt á undan sinni samtíð. Púlla sólgleraugun inni við. Það á líklega eftir að detta inn í „mainstream“ umræðu eftir einhver ár að manngerðir geislar eru eitthvað sem við þurfum að varast mun meira en sólarljós.“

Einhverjir veltu færslu Sölva fyrir sér og sögðust hvorki skilja upp né niður. Bubbi Morthens tjáði sig þó undir færslunni með þessum orðum: „Búinn að vita þetta síðan á 8. áratugnum og það er mjög mikilvægt að vera með gleraugu á norðurslóð líka um vetur.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.