Hjónin Helga og Elmar Þór fundu ástina á óvenjulegum stað

Helga og Elmar eru hjón í dag eftir að hafa fundið ástina í biðröðinni eftir Rammstein-miðum árið 2001. 16 árum síðar eru þau á leið á aðra tónleika með Rammstein í Kórnum, síðar í mánuðinum..
Ferðast aftur í tímann Helga og Elmar eru hjón í dag eftir að hafa fundið ástina í biðröðinni eftir Rammstein-miðum árið 2001. 16 árum síðar eru þau á leið á aðra tónleika með Rammstein í Kórnum, síðar í mánuðinum..
Mynd: Aðsend

16 árum eftir að þau fundu ástina í biðröð eftir miðum á tónleika þýsku þungarokkshljómsveitarinnar Rammstein ætla hjónin Helga Andersen og Elmar Þór Magnússon að halda upp á sambandsafmæli sitt, og hitta gamla vini úr röðinni, á tónleikum sveitarinnar í Kórnum þann 20. maí næstkomandi. Helga og Elmar Þór birtust á mynd á forsíðu DV þann 7. júní 2001 þar sem þau láta fara vel um sig á gangstéttinni við Laugaveg ásamt vinum sínum en þau voru hluti af þeim 200 Íslendingum sem lögðu á sig margra klukkutíma bið eftir að kaupa miða.

Helga og Elmar Þór eru hér fyrir miðju á forsíðumynd DV frá 7. júní 2001 og Ragnheiður, vinkona þeirra, fremst.
Í biðröð fyrir 16 árum Helga og Elmar Þór eru hér fyrir miðju á forsíðumynd DV frá 7. júní 2001 og Ragnheiður, vinkona þeirra, fremst.
Mynd: Tímarit.is

Fengu fjóra síðustu miðana

„Við fórum fjögur saman og vorum í marga klukkutíma í þessari biðröð. Loks þegar kom að okkur fengum við fjóra síðustu miðana. Nú, 16 árum síðar, ætlum við að hittast aftur á tónleikum Rammstein en við höfum ekki hist í nokkur ár þannig að þetta verður „reunion“ hjá okkur vinunum líka.

Fundu ástina í röðinni

Helga segir að hún og Elmar hafi þekkst í smá tíma áður en þau vörðu góðum klukkustundum saman í biðröðinni löngu, en þar hafi ástin kviknað.

„Það var biðröðin. Við þekktumst en það var eitthvað við þennan dag þar sem eitthvað small. Við fundum ástina og innsigluðum hana þennan dag,“ segir Helga og hlær.

Þýska þungarokkssveitin kveikti ástarelda hjá íslenskum aðdáendum fyrir 16 árum síðan. Spurning hvort fleiri finni ástina í Kórnum 20. maí næstkomandi þegar Rammstein snýr aftur.
Rammstein og rómantík Þýska þungarokkssveitin kveikti ástarelda hjá íslenskum aðdáendum fyrir 16 árum síðan. Spurning hvort fleiri finni ástina í Kórnum 20. maí næstkomandi þegar Rammstein snýr aftur.
Mynd: EPA

Rammstein voru á hátindi frægðar sinnar utan Þýskalands þegar þeir komu fram í Laugardalshöllinni 15. og 16. júní 2001 fyrir fullu húsi. Tvö hundruð manns biðu í röð fyrir utan Skífuna á Laugavegi þegar verslunin var opnuð klukkan 8 að morgni fimmtudagsins 7. júní til að kaupa miða. Meðal þeirra voru Helga, Elmar og tveir vinir þeirra. Á meðfylgjandi forsíðumynd má sjá Helgu og Elmar fyrir miðju og vinkonu þeirra, Ragnheiði Morgan, í forgrunni en fjórði vinurinn lenti því miður utan ramma ljósmyndarans.

Sambandsafmæli og „reunion“

Þau fjögur fengu síðustu miðana sem seldir voru þennan dag enda seldist rækilega upp á tónleikana. Eftir að ástin kviknaði milli Helgu og Elmars í biðröðinni eru þau í dag hjón og eiga saman þrjú börn. Til að halda upp á sambandsafmælið ætla þau að skella sér aftur á Rammstein með vinafólkinu úr biðröðinni, þennan örlagaríka dag.

Hlusta enn á Rammstein

Aðspurð segir Helga að þau hjónin hafi verið mikið Rammstein-fólk.
„Já, um leið og þeir urðu vinsælir vorum við miklir Rammstein-aðdáendur. Okkur fannst þetta æðisleg tónlist og finnst enn þann dag í dag. Við hendum einu og einu lagi á fóninn endrum og eins. Þannig að um leið og miðasalan hófst núna þá vorum við fljót að kaupa miða,“ segir Helga, sem fagna mun ástinni úr Rammstein-röðinni síðar í mánuðinum.

Viltu lesa meira? Þú getur strax lesið þessa grein og aðrar í heild sinni hér á DV.is með því að ýta á „Sjá meira“ og nýta þér hagstæða áskriftartilboð frá aðeins 928 kr. á mánuði.
Sjá meira »
Gleymt lykilorð?
Auglýsing

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.