Nýbakaður pabbi á BSÍ

Dóri DNA orðinn þriggja barna faðir og skellti sér í kótelettur í raspi

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Leikarinn og uppistandarinn Halldór Halldórsson, betur þekktur sem Dóri DNA, eignaðist sitt þriðja barn í vikunni. Aðfaranótt þriðjudags kom glæsilegur drengur í heiminn sem Dóri upplýsir á Twitter að hafi hlotið nafnið Flosi.

Þótt framundan sé vafalaust nóg af verkefnum hjá hinum nýbakaða föður þá upplýsti hann einnig hvert hefði verið hans fyrsta verk sem þriggja barna faðir.

„Fara einn á BSÍ og fá mér lambakótelettur í raspi,“ skrifar Dóri saddur og alsæll.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.