Aron Hannes sló í gegn með She´s Gone

10 ára afmælistónleikar CVS

Ljósmyndari: Mummi Lú.
Ljósmyndari: Mummi Lú.

Söngvarinn Aron Hannes Emilsson var einn af þeim sem tróð upp á 10 ára afmælistónleikum CVS í gær. Þar tók hann lagið She´s Gone sem bandaríska rokksveitin Steelheart gerði frægt árið 1990. Afmælistónleikarnir fóru fram fimmtudags- og föstudagskvöld á skemmtistaðnum Græna Herberginu í Lækjargötu. Alls komu 33 söngvarar fram á tónleikunum, en þeir hafa allir hafa verið í námi hjá CVS og Pálmi Sigurhjartar og Reynir Snær Magnússon spiluðu undir. Ágóði tónleikanna rann til Líf styrktarfélag.

Aron Hannes keppti sem kunnugt er í Söngvakeppni evrópskra sjönvarpsstöðva fyrr á árinu og stóð sig vel. Það er ljóst að hann og margir aðrir sem fram komu á afmælistónleikunum eiga framtíðina fyrir sér í söngnum.

CVS eða COMPLETE VOCAL STUDÍO er söngskóli sem hefur verið starfræktur í 10 ár hér á landi og það er söngkonan Hera Björk sem er í forsvari, en með henni starfa frábærir kennarar sem allir eiga það sameiginlegt að vera með kennararéttindi í "Complete Vocal Technique" frá Complete Vocal Institute í Kaupmannahöfn. Í gegnum skólann hafa farið yfir 500 söngvarar á síðustu 10 árum sem margir hafa getið sér gott orð í tónlistarbransanum og aðrir sem syngja sér til yndisauka.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.