Daði ætlar að flytja til Kambódíu

Stefnir á að vera þar í 6 mánuði

Var forfallinn aðdáandi Andrésblaðanna. Mynd: Árný Fjóla Ásmundsdóttir
Daði Freyr ætlaði að verða teiknari Var forfallinn aðdáandi Andrésblaðanna. Mynd: Árný Fjóla Ásmundsdóttir

Daði Freyr Pétursson er Íslendingum vel kunnugur eftir frábæra frammistöðu í Söngvakeppninni. Lagið hans „Hvað með það,“ er eitt mest spilaða lagið á landinu í dag og ábreiða hans af sigurlaginu, Paper, er sömuleiðis að gera góða hluti.

Daði sem, er í viðtali í helgarblaði DV, býr í Berlín ásamt kærustunni sinni, Árnýju Fjólu Ásmundsdóttur. Daði og Árný hafa verið saman í sex ár en þau áttu sinn fyrsta koss á tónlistarhátíðinni Hróarskeldu á meðan þau biðu í röð eftir að komast inn á tónleika með hljómsveitinni Nephew.

Daði og Árný kynntust í gegnum leiklistina í FSU. „Við vorum búin að þekkjast í nokkurn tíma áður en við byrjuðum saman. Ég var búinn að vera skotinn í henni en ekki jafn mikið og ég er núna. Sambandið okkar þróaðist í þessa átt.“

Síðan eru liðin sex ár en í desember er stefnan tekin á Kambódíu þar sem þau ætla að dvelja í 6 mánuði. Eftir það langar þeim að flytja aftur til Berlín þar sem þau kunna mjög vel við sig.

Viðtalið við Daða má nálgast í heild sinni í helgarblaði DV

Viltu lesa meira? Þú getur strax lesið þessa grein og aðrar í heild sinni hér á DV.is með því að ýta á „Sjá meira“ og nýta þér hagstæða áskriftartilboð frá aðeins 928 kr. á mánuði.
Sjá meira »
Gleymt lykilorð?
Auglýsing

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.