Viðar fékk nýja grímu

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Í lok ágúst greindi leikarinn og leikstjórinn Viðar Eggertsson frá því að bífræfinn listræningi hefði stolið vegggrímu, sem prýtt hafði stöpul við hliðið að garðinum hans við Laufásveg. Þjófurinn stal grímunni á Menningarnótt, eða nóttina áður. Viðar kvaðst sakna grímunnar sárt og óskaði eftir aðstoð á Facebook til að hafa upp á grímunni.

Síðastliðinn fimmtudag, tæpum sjö vikum eftir að gríman hvarf, brá Viðari heldur betur í brún þegar hann tók eftir því að góðhjartaður samborgari hafði tekið sig til og fest upp nýja grímu á sama stað og sú gamla hafði verið. Viðar er alsæll með uppátækið og vill gjarnan hafa upp á þessum góðhjartaða einstaklingi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.