„Mér finnst við venjuleg fjölskylda“

Ásta Rún Valgerðardóttir sendir frá sér fyrstu barnabók sína „Fjölskyldan mín“ - Hún vill með sögunni auka líkurnar á að fordómaleysi barna viðhaldist fram á fullorðinsár

Gaf út sína fyrstu barnabók í vikunni.
Rithöfundurinn og sálfræðingurinn Ásta Rún Valgerðardóttir Gaf út sína fyrstu barnabók í vikunni.
Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

„Mér finnst við svo venjuleg fjölskylda að stundum gleymi ég því að öðrum þykir það ekki.“ Þetta segir Ásta Rún Valgerðardóttir sem er höfundur barnabókarinnar „Fjölskyldan mín“ sem kom út í vikunni. Ásta er gift Guðrúnu Dóru Bjarnadóttur. Saman eiga þær soninn Bjarna Frey en líffræðilegur faðir hans er sæðisgjafi. Þá er annað barn þeirra hjóna væntanlegt í heiminn snemma á næsta ári. Ásta, sem er sálfræðingur á Landspítalanum, telur afar mikilvægt að börn fái þau skilaboð frá umhverfi sínu að fjölskylduform þeirra sé samþykkt og eðlilegur hluti af samfélaginu. Eitt af markmiðum bókarinnar er að auka fjölbreytileikann í íslenskum barnabókum svo að flest börn geti speglað sig í þeim sögum sem lesnar eru fyrir þau. Þá vill Ásta með bókinni auka líkurnar á því að umburðarlyndi og fordómaleysi, sem svo oft einkennir ung börn, haldist fram á fullorðinsár.

Aðalsöguhetja bókarinnar er Friðjón, fimm ára strákur sem á tvær mæður. Sagan gerist á fjölskyldudegi í leikskólanum hans þar sem allir krakkarnir, með aðstoð kennara, teikna og ræða um fjölskyldurnar sínar. Þar kemur í ljós að fjölskyldur barnanna eru mjög ólíkar. Til dæmis á eitt barnið foreldra sem eru skildir. Þá á annað barn gæludýr. Friðjón lærir því heilmikið um ólík fjölskylduform með því að hlusta á krakkana ræða um fjölskyldurnar sínar.

Finnst vanta meiri breidd í íslenskar barnabókmenntir

Ásta byrjaði fyrst að leita að barnabókum, þar sem samkynhneigð kemur við sögu, þegar hún gekk með son sinn árið 2014. „Úrvalið var sama og ekkert. Sérstaklega fyrir börn á leikskólaaldri. Svo eftir að Bjarni varð eldri fannst mér leiðinlegt að í þeim bókum sem ég las fyrir hann var yfirleitt sama fjölskylduformið. Mamma, pabbi og barn,“ segir Ásta og bætir við að það sé mikilvægt fyrir börn að þeim finnist þau hluti af stóra samhenginu. Þá fannst Ástu vanta barnabók, í söguformi, sem gæti hjálpað foreldrum, kennurum og öðrum að ræða um mismunandi fjölskyldur á þægilegan hátt. „Sonur okkar, sem er þriggja ára, bendir stundum á myndirnar í bókunum sem við erum að lesa fyrir hann og spyr hvort þessi eða hinn karakterinn í bókinni sé líka mamma. Því hef ég stundum gripið til þess ráðs að lesa „mamma og mamma“ í stað „mamma og pabbi.“

Viltu lesa meira? Þú getur strax lesið þessa grein og aðrar í heild sinni hér á DV.is með því að ýta á „Sjá meira“ og nýta þér hagstæða áskriftartilboð frá aðeins 928 kr. á mánuði.
Sjá meira »
Gleymt lykilorð?
Auglýsing

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.