Staðið upp og klappað eftir frumsýningu Everest

Baltasar ánægður með móttökurnar í Feneyjum fyrr í kvöld -„Þetta er mjög „overwhelming“

Baltasar Kormákur og Jake Gyllenhaal á kvikmyndahátíðinni fyrr í dag.
Í Feneyjum. Baltasar Kormákur og Jake Gyllenhaal á kvikmyndahátíðinni fyrr í dag.
Mynd: Reuters

Everest, nýjasta kvikmynd Baltasars Kormáks, var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum fyrr í kvöld og féll afar vel í kramið hjá áhorfendum að sögn leikstjórans.

„Þetta er mjög „overwhelming“. Ég var bara að koma af frumsýningunni. Myndin fékk mjög góðar viðtökur. Það var staðið upp og klappað, hrópað „bravó“ og allur pakkinn,“ segir Baltasar Kormákur, leikstjóri stórmyndarinnar Everest, í samtali við Vísi.

Everest er sannkölluð stórmynd en í henni leika margar þekktar Hollywood stjörnur á borð við Jake Gyllenhaal, Josh Brolin, Keira Knightly og Robin Wright.

Myndin hefur fengið misjafna dóma en eins og DV greindi frá fyrr í dag sagði gagnrýnandi frá breska fjölmiðlinum Guardian að Everest væri stórslys. Á sama tíma fær myndin afar góða dóma í tímaritinu í Variety þar sem er sérstaklega minnst á kaldranalega nálgun Baltasars á fjallið Everest.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.