Í ástarsorg í Leifsstöð í viku

Bandarísk kona bjó í flugstöðinni – Flosnaði upp úr ástarsambandi í Finnlandi

Konan var í mikilli ástarsorg og ákvað að staldra við í flugstöðinni á meðan hún hugsaði næsta skref.
Flugstöð Leifs Eiríkssonar Konan var í mikilli ástarsorg og ákvað að staldra við í flugstöðinni á meðan hún hugsaði næsta skref.
Mynd: © Róbert Reynisson © Róbert Reynisson

Það voru eftirtektarsamir starfsmenn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar sem veittu því athygli að á hverjum degi kom sama konan í verslunina, sjö daga í röð, og keypti banana og kók. Verslunin var inni á Schengen-svæðinu og þótti því starfsmönnum óeðlilegt að sama konan kæmi nánast á sama tíma á hverjum degi til þess að kaupa ofangreindar vörur.

Bandaríska konan og vera hennar í flugstöðinni minnir óneitanlega á kvikmynd um mann sem verður strandaglópur á JFK-flugvellinum í New York eftir að hafa verið neitað um leyfi til að koma inn í landið en á sama tíma getur hann ekki snúið til heimalands síns vegna byltingar. Myndin heitir The Terminal og Tom Hanks lék aðalhlutverkið.
Tom Hanks Bandaríska konan og vera hennar í flugstöðinni minnir óneitanlega á kvikmynd um mann sem verður strandaglópur á JFK-flugvellinum í New York eftir að hafa verið neitað um leyfi til að koma inn í landið en á sama tíma getur hann ekki snúið til heimalands síns vegna byltingar. Myndin heitir The Terminal og Tom Hanks lék aðalhlutverkið.

Samkvæmt heimildum DV kom konan með flugi frá Helsinki í Finnlandi en þar átti hún í ástarsambandi við finnskan ríkisborgara. Konan hafði flogið frá Bandaríkjunum til Helsinki nokkru áður til þess að hitta elskhuga sinn en þegar þangað var komið flosnaði fljótlega upp úr ástarsambandinu og hafði það mikil áhrif á konuna.

Ástarsorgin tók öll völd

Hún brá á það ráð að fljúga til Íslands en vissi í raun ekki hvað tæki við eftir það.

Þegar til Íslands var komið tók ástarsorgin öll völd og konan vissi hreinlega ekki í hvorn fótinn hún ætti að stíga eða hvert hún ætti að halda. Ákvað hún því að búa um stund í flugstöðinni á meðan hún ynni sig út úr sorginni.

Í viðtali við lögreglumenn viðurkenndi hún að hafa dvalið í flugstöðinni framangreindan tíma en lögreglan sagði henni að flugstöðin væri ekki ætluð til búsetu og að hún hefði dvalið of lengi á Schengen-svæðinu en Finnland er að sjálfsögðu hluti af Schengen-samstarfinu. Þá framvísaði hún bandarísku vegabréfi en harðneitaði að halda aftur til síns heima.

Norðmaður bjó í 10 daga

Samkvæmt heimildum DV hafði hún ekki gefist upp á ástinni í Finnlandi og í stað þess að fljúga aftur heim varð niðurstaðan sú að hún bókaði miða til Edinborgar og hélt þangað á sunnudagskvöldið. Hvort konan ætli að halda áfram að vinna sig út úr sorginni á flugvellinum í Edinborg er óvíst en þetta er ekki í fyrsta skipti sem farþegi sem á leið um Keflavíkurflugvöll ákveður að búa um stund í flugstöðinni.

Eftir því sem DV kemst næst þá eyddi Norðmaður að minnsta kosti tíu dögum í flugstöðinni fyrir rúmum tveimur árum. Við eftirgrennslan lögreglu kom í ljós að maðurinn átti við andleg veikindi að stríða og var honum veitt viðeigandi hjálp áður en honum var gert að yfirgefa flugstöðina.

Bandaríska konan og vera hennar í flugstöðinni minnir óneitanlega á kvikmynd um mann sem verður strandaglópur á JFK-flugvellinum í New York eftir að hafa verið neitað um leyfi til að koma inn í landið en á sama tíma getur hann ekki snúið til heimalands síns vegna byltingar. Myndin heitir The Terminal og Tom Hanks lék aðalhlutverkið.
Tom Hanks Bandaríska konan og vera hennar í flugstöðinni minnir óneitanlega á kvikmynd um mann sem verður strandaglópur á JFK-flugvellinum í New York eftir að hafa verið neitað um leyfi til að koma inn í landið en á sama tíma getur hann ekki snúið til heimalands síns vegna byltingar. Myndin heitir The Terminal og Tom Hanks lék aðalhlutverkið.

Tom Hanks

Bandaríska konan og vera hennar í flugstöðinni minnir óneitanlega á kvikmyndina The Terminal frá árinu 2004 sem Hollywood-leikstjórinn Steven Spielberg leikstýrði. Aðalhlutverkið lék enginn annar en Tom Hanks en hann fór með hlutverk Viktors Navorski. Viktor þessi verður strandaglópur á JFK-flugvellinum í New York en honum er neitað um leyfi til að koma inn í landið en á sama tíma getur hann ekki snúið til heimalands síns vegna byltingar.

Myndin var að hluta til byggð á ótrúlegri sögu Mehran Karimi Nasseri sem bjó á Charles de Gaulle, alþjóðaflugvellinum í París í heil átján ár eða frá 1988 til 2006.

Þessi grein er af Suðurnesjavef DV, sem er að fullu aðgengilegur áskrifendum. Áskrift kostar aðeins frá 928 kr. á mánuði.
Sjá tilboð »

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.