Tækifæri sem ekki má sleppa

Elísabet Ýr stofnaði hópinn Aktívismi gegn nauðgunarmenningu

Elísabet Ýr stofnaði hópinn Aktívismi gegn nauðgunarmenningu.
Elísabet Ýr Atladóttir Elísabet Ýr stofnaði hópinn Aktívismi gegn nauðgunarmenningu.

„Ég ákvað að nýta tækifærið og reyna að finna fólk til að þrýsta eftir almennilegum breytingum á kerfinu,“ segir Elísabet Ýr Atladóttir sem stofnaði Facebook-hópinn „Aktívismi gegn nauðgunarmenningu“ í kjölfar byltingarinnar á Beauty Tips.

Elísabet segir byltinguna tækifæri sem ekki megi sleppa. „Þetta gerðist svo ofboðslega hratt og þróaðist út í eitthvað svo miklu öflugra en ég hafði ímyndað mér. Fjöldahreyfingar eiga samt til að lifa stutt og hverfa hratt. Þetta má ekki verða ein af þeim.“

Sannkölluð bylting hefur átt sér stað síðustu daga í Facebook-hópnum Beauty Tips þar sem konur hafa deilt reynslusögum af kynbundnu ofbeldi. Upphaf byltingarinnar má rekja til færslu í hópnum þar sem ein stúlkan óskaði eftir að komast í samband við stúlkur sem höfðu orðið fyrir barðinu á þekktum lögfræðingi. Í kjölfarið spunnust miklar umræður um kynbundið ofbeldi og konur á öllum aldri fóru að deila sinni lífsreynslu undir merkjunum #þöggun og #konurtala. DV ræddi við þrjár konur sem stíga nú fram með sína sögu og skila þannig af sér skömminni til þeirra sem eiga hana skilið, gerendanna. Enn fremur er rætt við Elísabetu Ýr Atladóttur sem segir byltinguna á Beauty Tips tækifæri sem ekki megi sleppa til að knýja fram alvöru breytingar á kerfinu.

Viltu lesa meira? Þú getur strax lesið þessa grein og aðrar í heild sinni hér á DV.is með því að ýta á „Sjá meira“ og nýta þér hagstæða áskriftartilboð frá aðeins 928 kr. á mánuði.
Sjá meira »
Gleymt lykilorð?
Auglýsing

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.