Listaverk úr 1000 ungbarnasamfellum

Fyrsta listaverkið sem tileinkað er nýrri prinsessu Breta

Listamaðurinn Nathan Wyburn sem er 25 ára gamall og fyrrum keppandi í Britain´s got talent hefur skapað fyrsta listaverkið af nýjum erfingja bresku krúnunnar, Charlotte Elizabeth Diane. Listaverkið er mynd af henni og foreldrum hennar og búið til úr 1000 ungbarnasamfellum.

Verslunarkeðjan Morrisons hafði samband við hann og óskaði eftir að hann myndi vinna listaverkið, en samfellurnar eru úr fatalínu þess, Nutmeg, en samkvæmt rannsókn þeirra geta nýbakaðir foreldrar átt von á því að skipta um samfellu á barni sínu 1000 sinnum á fyrsta ári þess og þvo 250 þvottavélar.

Wyburn gat ekki hafnað áskoruninni og er sjálfur afar ánægður með listaverkið, en sagði að erfiðast hefði verið að sjá verkið fyrir sér sem heild þar sem að aðeins væri hægt að sjá það allt úr fjarlægð vegna stærðar þess.Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.