Barnahátíð í Reykjanesbæ um helgina

Skessan í hellinum býður gesti hjartanlega velkomna

Verður á sínum stað í hellinum við smábátabryggjuna í Reykjanesbæ.
Skessan Verður á sínum stað í hellinum við smábátabryggjuna í Reykjanesbæ.

Skessan í hellinum býður gesti hjartanlega velkomna á Barnahátíð í Reykjanesbæ sem haldin verður í 10. sinn, dagana 7. – 10. maí.

Að sögn Guðlaugar Maríu Lewis, verkefnastjóra hátíðarinnar, hefst hún með opnun glæsilegrar Listahátíðar barna, fimmtudaginn 7. maí, og nær hápunkti laugardaginn 9. maí með fjölbreyttri og skemmtilegri dagskrá tileinkaðri yngstu kynslóðinni og fjölskyldum hennar.

Meðal þess sem boðið verður upp á eru listsýningar frá leik-, grunn- og framhaldsskólanum á Listahátíð barna, hæfileikahátíð grunnskólanna, Gunni og Ævar vísindamaður verða á svæðinu, fjölbreyttar listasmiðjur, leikfangamarkaður barnanna í risastóru snjóhúsi sem á eftir að vekja mikla athygli, barnaspurningakeppni, fiskasýning, leiktæki, lifandi tónlist, hestar, skessulummur, kraftakeppni krakka, útileikir, karamelluregn, andlitsmálning og margt, margt fleira.

Dagskráin hefst á fimmtudag og stendur til sunnudags en stærstur hluti hátíðahaldanna fer fram laugardaginn 9. maí á svæðinu við Duushúsin. Þó er vert að geta þess að á sunnudag verður boðið upp á uppfærslu Óp-hópsins barnaóperuna Hans og Grétu í Hljómahöll sem sérstaklega er ætluð 4-6 ára börnum og einnig er öllum börnum boðið frítt í bíó þann dag í Sambíóinu í Reykjanesbæ.

Það verður því nóg um að vera alla helgina og er fólk hvatt til að kynna sér dagskrána nánar á vefsíðunni barnahatid.is þar sem allar helstu upplýsingar er að finna. Frítt er á alla viðburði barnahátíðar.

Þessi grein er af Suðurnesjavef DV, sem er að fullu aðgengilegur áskrifendum. Áskrift kostar aðeins frá 928 kr. á mánuði.
Sjá tilboð »

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.