Mið-Ísland mætir á heimaslóðir Rúnna Júll

„Þetta er búið að ganga ótrúlega vel“ - Grínistarnir koma fram í Hljómahöllinni

Mun ásamt þeim Ara Eldjárn, Dóra DNA og Jóhanni Alfreði koma fram í Hljómahöllinni. Auk þeirra mun leynigestur stíga á svið.
Björn Bragi Mun ásamt þeim Ara Eldjárn, Dóra DNA og Jóhanni Alfreði koma fram í Hljómahöllinni. Auk þeirra mun leynigestur stíga á svið.

Mið-Ísland hópurinn snýr aftur í Hljómahöll þann 13. maí næstkomandi með splunkunýtt grín. Auk þeirra mun valinkunnur gestur koma fram með þeim en í vetur hafa þau Anna Svava Knútsdóttir, Saga Garðarsdóttir og Þorsteinn Guðmundsson skipst á að koma fram með hópnum.

Hluti af hópi grínista sem slegið hefur í gegn með uppistandssýningar.
Mið-Ísland Hluti af hópi grínista sem slegið hefur í gegn með uppistandssýningar.
Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

„Við vorum virkilega ánægðir með sýninguna í Reykjanesbæ í haust og töluðum sérstaklega um að hún hafi verið með allra bestu sýningum okkar á síðasta ári. Þetta er frábær salur og áhorfendur voru æðislegir. Mikil stemning og allt eins og það á að vera,“ segir Björn Bragi Arnarsson og bætir við að þeir félagar hafi verið æstir í að koma með aðra sýningu í Hljómahöll.

„Þetta er glæný sýning með nýju efni þannig að fólkinu sem mætti síðasta haust er óhætt að láta sjá sig aftur.“

Búið að ganga ótrúlega vel

Björn Bragi segir Mið-ísland hópinn hafa endað í um 75 sýningum síðasta vetur og að þeir séu að nálgast þá tölu hratt aftur núna.

„Þetta er búið að ganga ótrúlega vel og við erum auðvitað bara þakklátir fólkinu sem mætir að sjá okkur og tekur okkur svona vel,“ segir Björn Bragi en hver veit nema Suðurnesin fái sinn skerf af bröndurum þegar hópurinn kemur fram í Hljómahöllinni.

„Já við tölum yfirleitt eitthvað um staðinn sem við erum á hverju sinni, en það verður bara á góðu nótunum.“

Facebook-viðburður sýningarinnar.

Þessi grein er af Suðurnesjavef DV, sem er að fullu aðgengilegur áskrifendum. Áskrift kostar aðeins frá 928 kr. á mánuði.
Sjá tilboð »

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.