Sjáðu myndbandið: Martha Stewart tók Justin Bieber í bakaríið

Sjónvarpsdrottningin sló í gegn þegar „grilla“ átti poppstjörnuna heimsfrægu

Sjónvarpsdrottningin er hörð í horn að taka!
Martha Stewart Sjónvarpsdrottningin er hörð í horn að taka!
Mynd: Retuers

Einn af vinsælustu viðburðum Comedy Central-sjónvarpsstöðvarinnar var um daginn þegar fjölbreyttur hópur frægra í Bandaríkjunum tók að sér að „grilla“ poppstjörnuna Justin Bieber.

Fékk það óþvegið frá fræga fólkinu.
Justin Bieber Fékk það óþvegið frá fræga fólkinu.

Viðburðurinn var hluti af Comedy Central Roast-þáttunum sem hafa notið gífurlegra vinsælda en menn og konur á borð við Pamelu Anderson, William Shatner, Donald Trump og Charlie Sheen hafa tekið þátt í þeim. Hver og einn þáttur snýst alltaf um eina manneskju sem er nokkurs konar heiðursgestur kvöldsins. Heiðursgesturinn þarf að þola holskeflu af bröndurum sem oftar en ekki eru mjög andstyggilegir og tengjast lífi viðkomandi frá vel völdum gestum sem sitja með heiðursgestinum uppi á sviði. Gestirnir „ráðast“ þó ekki bara á heiðursgestinn heldur skjóta þeir líka á hvorn annan og útkoman er oft á tíðum sprenghlægileg. Mikið grín var til dæmis gert að eiturlyfjanotkun Charlie Sheen, hárinu hans Donald Trump og Barbwire-kvikmynd Pamelu Anderson.

Í þetta skiptið var það enginn annar en sjálfur Justin Bieber sem var heiðursgestur kvöldsins en þeir sem fengu skotleyfi á poppstjörnuna þetta kvöld voru ekki síður frægir. Þeirra á meðal var Snoop Dogg, Jeff Ross, Ludacris, Shaquille O‘Neal og sjónvarpsdrottningin Martha Stewart.

Nú má finna myndskeið frá „grilluninni“ víðsvegar á veraldarvefnum en í einu þeirra fer Martha Stewart bókstaflega á kostum. Fáir bjuggust við því að hún yrði jafn beitt í vali sínu á bröndurum og raun bar vitni. Kvöldið í heild sinni var stórkostlegt og ætti enginn aðdáandi húmors og uppistands að láta það framhjá sér fara.Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.